Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Dusty Hill bassaleikari ZZ Top er látinn

epa09374919 (FILE) - Musician Dusty Hill of US rock band ZZ Top performs on stage at the Live at Sunset Festival in Zurich, Switzerland, 09 July 2015  (reissued 28 July 2021). According to his bandmates, Dusty Hill has died aged 72.  EPA-EFE/WALTER BIERI
 Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE

Dusty Hill bassaleikari ZZ Top er látinn

29.07.2021 - 02:28

Höfundar

Dusty Hill sem var bassaleikari hljómsveitarinnar ZZ Top er látinn 72 ára að aldri. Í yfirlýsingu frá Frank Beard og Billy Gibbons félögum Hills í hljómsveitinni kemur fram að hann hafi andast í svefni á heimilinu sínu í Texas.

Þeir segjast sakna hans mjög líkt og aðdáendur hans um víða veröld. Þeir félagar eru þekktir fyrir fjörugt suðurríkjasveitarokk og voru auðþekkjanlegir á síðu skegginu.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1969 en fyrsta plata hennar kom út árið eftir og hét einfaldlega Fyrsta plata ZZ Top, ZZ Top's First Album. Sveitin hefur verið afar vinsæl og hlotnast margskonar viðurkenning, hún var til að mynda tekin inn í frægðarhöll rokksins árið 2004.

Tónlist ZZ Top hefur hljómað í allmörgum kvikmyndum og oft hefur sveitinni sjálfri brugðið fyrir. Fyrir skömmu tilkynntu þeir félagar að þeir væru að undirbúa útgáfu nýrrar plötu en sú síðasta, La Futura, kom út árið 2012.