Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Dómur staðfestur í ævintýralegu flóttamáli

29.07.2021 - 06:33
epa07881451 Pedestrians watch a large-scale screen displaying a news program reporting on former Nissan Motor Co Ltd chairman Carlos Ghosn attending a court hearing a district court in Tokyo, Japan, 08 January 2019.  EPA-EFE/Kimimasa Mayama
 Mynd: epa
Dómstóll í Tókíó staðfesti í gær fangelsisdóma í máli bandarísku feðganna Michael og Peter Taylor sem aðstoðuðu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra Nissan bílaframleiðandans, við að flýja land í desember 2019.

Saksóknarar í málinu greindu frá málavöxtum við málflutning í júní síðastliðnum en margt í atburðarásinni er sagt minna meira á söguþráð í bíómynd en raunverulega atburði.

Ghosn var handtekinn í Japan árið 2018 vegna gruns um fjármálaglæpi en var laus gegn tryggingu þegar hann lét sig hverfa í desember 2019. Feðgarnir játuðu að hafa komið honum fyrir í kassa eða stórri hljóðafæratösku um borð í einkaþotu, sem flutti hann brott frá Japan.

Ghosn segist hafa flúið land því hann hafi ekki búist við réttlátum réttarhöldum í Japan. Hann hefur alltaf neitað sök og segir stjórnendur Nissan hafa viljað koma honum í klípu vegna tilrauna hans til að auka samstarf við franska bílaframleiðandann Renault.

Hann greiddi Taylor-feðgum ríflega 860 þúsund Bandaríkjadali fyrir vikið eða sem nemur um 107 milljónum króna auk ríflega hálfrar milljónar dala í rafmynt, sem ætluð var til að greiða lögfræðikostnað.

Ghosn var yfirmaður Nissan í nærri tvo áratugi en hann dvelur nú sem alþjóðlegur flóttamaður Líbanon. Hann er með franskt, líbanskt og brasilískt vegabréf. 

Faðirinn, Michael Taylor, sem er fyrrverandi hermaður í sérsveit Bandaríkjahers hlaut tveggja ára fangelsisdóm en sonurinn Peter tuttugu mánaða. Þriðja mannsins George Antoine Zayek sem talinn er hafa aðstoða við flóttann er enn leitað.