Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Suðurafrískt herlið sent til Mósambík

28.07.2021 - 16:36
Mynd með færslu
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Forseti Suður-Afríku ætlar að senda herlið til Mósambík til að aðstoða her landsins í baráttunni gegn vígahópum sem hafa gert usla í norðurhluta landsins að undanförnu. Tilkynnt var á þingi landsins í dag að 1.495 manna herlið væri á leið til nágrannaríkisins til að taka þátt í baráttunni gegn hryðjuverkum og ofbeldisfullum öfgasinnum.

Ofbeldi hefur aukist svo mikið í norðurhlutanum undanfarið ár að stjórnvöld nágrannaríkjanna óttast að það breiðist út til þeirra. Á fjórða þúsund hafa látið lífið og yfir átta hundruð þúsundir íbúanna hafa lagt á flótta. Hersveitir frá Botsvana og Rúanda hafa einnig verið sendar til að reyna að brjóta vígamennina á bak aftur. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV