Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Metfjöldi sjúkraflutninga hjá slökkviliðinu

Mynd með færslu
 Mynd:
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast síðasta sólarhringinn og sinnti samtals 186 sjúkraflutningum. Þar af voru 48 covid-flutningar og 30 forgangsflutningar.

Mikið annríki hefur verið hjá slökkviliðinu síðustu daga og á Facebook-síðu þess kemur fram að nú sé líklega enn eitt metið fallið í sjúkraflutningum. Flutningar vegna COVID-19 eru stór hluti af því. Sjúkraflutningar smitaðra einstaklinga taka yfirleitt lengri tíma vegna undirbúnings og frágangs.

Fyrir utan sjúkraflutningana urðu tvær bílveltur í gær auk þess sem slökkviliðið sinnti sjö útköllum á dælubílum.