Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Joey Jordison fyrrverandi trommari Slipknot látinn

epa09371936 (FILE) - Joey Jordison of the US band Slipknot performs at the Rock on the Range Festival in Columbus, Ohio, USA, 16 May 2009 (reissued 27 July 2021). According to an announcement by his family on 27 July 2021, Slipknot co-founder Joey Jordison, 46, has died.  EPA-EFE/STEVE C. MITCHELL
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Joey Jordison fyrrverandi trommari Slipknot látinn

28.07.2021 - 03:05

Höfundar

Joey Jordison, trommuleikari og einn stofnenda bandarísku þungarokkssveitarinnar Slipknot er látinn. Hann hætti í hljómsveitinni árið 2013 og var 46 ára að aldri þegar hann féll frá.

Breska ríkisútvarpið greinir frá andláti trommarans á vef sínum og hefur eftir fjölskyldu hans að hann hafi látist í svefni.

Hljómsveitin Slipknot var sett á laggirnar í Iowa-ríki í Bandaríkjunum árið 1995 og var þá auk Jordisons skipuð slagverksleikaranum Shawn Cruhan og bassaleikaranum Paul Gray sem lést árið 2010.

Jordison upplýsti fyrir nokkrum árum að brotthvarf hans úr sveitinni mætti rekja til þess að hann greindist með mænubólgu sem er náskyld MS-sjúkdóminum.

Fyrsta plata Slipknot kom út árið 1999 og vakti þegar mikla athygli og fjórða platan All Hope is Gone fór beint á topp bandaríska Billboard-listans þegar hún kom út 2008.

Auk þess að berja húðir í Slipknot spilaði Jordison á gítar í pönkbandinu Murderdolls og á trommur í tveimur þungarokkssveitum, Scar the Martyr og Sinsaenum. Aðdáaendur Jordisons og aðrir tónlistarmenn minnast hans nú víðsvegar á samfélagsmiðlum.