Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hafa greint 115 ný smit

28.07.2021 - 10:50
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Þór Ægisson - RÚV
115 hafa greinst smitaðir af COVID-19 síðan í gær en endanlegur fjöldi liggur ekki fyrir. Eitt smit greindist á landamærunum. Þetta kemur fram á covid.is. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna segir að síðan verði uppfærð að nýju seinna í dag. Þá gæti hafa bæst við smitfjöldann.

Í gær greindust 123 smitaðir af veirunni, mesti fjöldi frá upphafi faraldursins. Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sagði í gær að bilun í tölvukerfi hafi tafið greiningu sýna. Læknirinn, Karl Gústaf Kristinsson, sagðist búast við svipuðum fjölda í dag og í gær.

Nú eru 852 manns í einangrun hér á landi og 2.243 í sóttkví. 951 eru í skimunarsóttkví. Þá eru alls átta á sjúkrahúsi vegna COVID-19, einn á gjörgæslu.

Sjá einnig: Fimm innlagnir í gær - Einn á gjörgæslu

Meirihluti smitaðra í gær hafa verið fullbólusettir eða 89, óbólusettir voru 24. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu.

Samkvæmt gögnum á covid.is voru tekin 6.441 sýni í gær.
 

 
Andri Magnús Eysteinsson