Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Öflug sprenging á iðnaðarsvæði í Þýskalandi

27.07.2021 - 10:34
epa09369792 A view of smoke billowing from the chemical industry area of 'Chempark' in Leverkusen, Germany, 27 July 2021. The city of Leverkusen has warned citizens on its official website, that an explosion with an unknown cause occurred on the day at the site of the Chempark. Residents are asked to stay indoors and to keep windows and doors closed.  EPA-EFE/SASCHA STEINBACH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Einn hefur fundist látinn og fjögurra er saknað eftir öfluga sprengingu á iðnaðarsvæði skammt frá Leverkusen í Nordrhein-Westfalen í Þýskalandi í dag. Margir slösuðust, þar af að minnsta kosti tveir alvarlega. Fyrirtæki í efnaiðnaði eru á svæðinu. Hættuástandi hefur verið lýst yfir.

Þykkan, dökkan og eitraðan reyk leggur frá eldi sem brennur á svæðinu. Fólki sem býr í grenndinni hefur verið ráðlagt að halda sig innan dyra, loka dyrum og gluggum og hringja ekki í neyðarnúmer nema í ítrustu neyð. Þá hefur vegum í nágrenninu verið lokað og bílstjórum vísað á hjáleiðir. Á fjórða tug fyrirtækja reka verksmiðjur á Chempark iðnaðarsvæðinu, þar á meðal Bayer, Lanxess og Covestro. 
 

Fréttin hefur verið uppfærð.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV