Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Miedema sló met - átta mörk í tveimur leikjum

epa07650065 Vivianne Miedema (L) of the Netherlands celebrates after scoring the 1-0 lead during the FIFA Women's World Cup 2019 group E soccer match between the Netherlands and Cameroon in Valenciennes, France, 15 June 2019.  EPA-EFE/TOLGA BOZOGLU
 Mynd: EPA

Miedema sló met - átta mörk í tveimur leikjum

27.07.2021 - 15:42
Vivianne Miedema, landsliðskona Hollands í fótbolta og leikmaður Arsenal, er búin að slá met á Ólympíuleikunum. Hún hefur skorað 8 mörk á 177 mínútum á leikunum.

Miedema skoraði tvö mörk þegar Holland valtaði yfir Kína 8-2 í dag. Áður hafði hún gert fjögur í stórsigri Hollands á Sambíu 10-3. Hún er nú sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk á einum Ólympíuleikunum og þó er enn nóg eftir. Hún hefur eins og staðan er núna að meðaltali skorað mark á 22 mínútna fresti.

Holland hefur nú tryggt sér sæti í átta liða úrslitum leikanna og er nú ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum þegar undanriðlarnir kláruðust í dag.  Bretland mætir Ástralíu, Svíþjóð og Japan eigast við. Holland mætir ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna og Kanada og Brasilía eigast við.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Sögulegt mark í stórsigri Arsenal

Fótbolti

Skoraði tvær þrennur og lagði upp fjögur mörk