Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Varane sagður á leið til United

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Varane sagður á leið til United

26.07.2021 - 22:33
Franski landsliðsmaðurinn Raphaël Varane er búinn að semja við enska úrvalsdeildarliðið Manchester United samkvæmt nokkrum helstu fótboltablaðamönnum Evrópu í kvöld. Kaupverðið er 50 milljónir evra.

Þeir Gianluca Di Marzio, Mohamed Bouhafsi og Fabrizio Romano hafa allir slegið kaupunum sem föstum í kvöld á Twitter, og sama hefur Sky Sports gert. Kaupverðið ku vera um 50 milljónir evra eða um 41 milljón enskra punda. Hinn 28 ára gamli Varane mun að óbreyttu fara í læknisskoðun á morgun, þriðjudag.

Manchester United hefur látið að sér kveða á leikmannamarkaðnum í sumar og hefur liðið þegar tryggt sér krafta enska landsliðsmannsins Jadon Sancho en hann kom frá þýska liðinu Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda, eða um 85.5 milljónir evra. Þá hefur liðið framlengt samning knattspyrnustjórans Ole Gunnar Solskjær um þrjú ár, til ársins 2024.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Manchester United klófesti Jadon Sancho

Fótbolti

Zidane hættur með Real Madrid