Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Listi Miðflokks í Reykjavík-suður samþykktur

Mynd með færslu
 Mynd: Miðflokkurinn
Framboðslisti Miðflokksfélags Reykjavíkur suður var samþykktur á félagsfundi í kvöld. Efsta sæti listans skipar Fjóla Hrund Björnsdóttir, stjórnmálafræðingur.

Nokkur styr hefur staðið um skipan listans skipan listans en framboðslisti uppstillinganefndar í Reykjavíkurkjördæmi suður var felldur á kjördæmafélagsfundi Miðflokksins fimmtudaginn 15.júlí síðastliðinn. Þá skipaði Fjóla Hrund oddvitasætið sem nú, en stuðningsmenn Þorsteins Sæmundssonar kusu gegn listanum til að sýna óánægju sína með að hann væri ekki lengur á listanum.

Í framhaldinu boðaði stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkurkjördæmis suður til oddvitakjörs þar sem félagsmenn gátu tekið afstöðu til þeirra frambjóðenda sem sóttust eftir að leiða listann í kjördæminu í komandi þingkosningum. Þar hafði Fjóla Hrund betur og hlaut hún 58% greiddra atkvæða gegn 42% til handa Þorsteini.

Listinn var svo lagður fram í kvöld og var hann samþykktur á félagsfundi með 74 % atkvæða.

Listinn lítur þannig út í heild sinni:

1. sæti Fjóla Hrund Björnsdóttir

2. sæti Danith Chan

3. sæti Snorri Þorvaldsson

4. sæti Ómar Már Jónsson

5. sæti Anna Björg Hjartardóttir

6. sæti Patience Adjahoe Karlsson

7. sæti Finnur Daði Matthíasson

8. sæti Steinunn Anna Baldvinsdóttir

9. sæti Björn Guðjónsson

10. sæti Sigurður Hilmarsson

11. sæti Guðbjörg Ragnarsdóttir

12. sæti Tomasz Rosada

13. sæti Hólmfríður Hafberg

14. sæti Guðlaugur Gylfi Sverrisson

15. sæti Dorota Anna Zaroska

16. sæti Gígja Sveinsdóttir

17. sæti Svavar Bragi Jónsson

18. sæti Steindór Steindórsson

19. sæti Björn Steindórsson

20. sæti Örn Guðmundsson

21. sæti Hörður Gunnarsson

22. sæti Vigdís Hauksdóttir