Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Heitir áframhaldandi stuðningi við afganska herinn

epa09356801 Afghan security officials inspect the scene of a road side bomb blast that killed six civilians on the outskirts of Jalalabad, Afghanistan, 21 July 2021. The Afghan government and the Taliban have agreed to hold fresh discussions after peace talks in Doha ended over the weekend without an agreement over the situation in Afghanistan, which has witnessed unprecedented violence since the foreign troops began pulling out in May. Since May, the Taliban have captured more than 130 district centers across Afghanistan, especially in the northern parts of the country.  EPA-EFE/GHULAMULLAH HABIBI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Háttsettur bandarískur hershöfðingi segir Bandaríkjamenn munu halda áfram loftárásum til að aðstoða afganska stjórnarherinn í baráttu hans við talibana, sem hafa sótt hart fram í Afganistan síðustu vikur. Kenneth McKenzie, hershöfðingi í landgönguliði Bandaríkjahers og yfirmaður heraflans í Afganistan, lýsti þessu yfir á fréttamannafundi í Kabúl í gær.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, fylgdi eftir fyrirheitum forvera síns, Donalds Trumps, um að kalla bandarískan herafla heim frá Afganistan og lýsti því yfir í vor að síðasti bandaríski hermaðurinn yrði farinn þaðan fyrir 11. september, þegar  20 ár verða liðin frá árásinni á Tvíburaturnanna í New York. Litlu síðar hét hann því að brottflutningnum yrði lokið fyrir ágústlok.

Aðrar Nató-þjóðir sem eru með herlið í Afganistan hafa fylgt fordæmi Bandaríkjanna og fækkar nú hratt í erlendu herliði í landinu. Hafa talibanar fært sig upp á skaftið í takt við það og er nú svo komið að þeir ráða allt að helmingi landsins.

Svarar því ekki hvort stuðningurinn vari fram yfir 31. ágúst

McKenzie sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu fjölgað loftárásum sínum á talibana undanfarna daga og hert þær, og að þeir séu reiðubúnir að halda áfram á sömu braut ef talibanar halda uppteknum hætti.

Spurningum um hvort þeim stuðningi verði haldið áfram fram yfir 31. ágúst lét hann ósvarað en sagði stjórnvöld í Afganistan standa frammi fyrir erfiðri prófraun. Talibanar séu að reyna að koma því inn hjá fólki að sókn þeirra muni óhjákvæmilega leiða til sigurs. Sú sé þó alls ekki raunin og enn mögulegt að ná samningum um pólitíska lausn á borgarastríðinu sem geisar í landinu.