Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Boða til upplýsingafundar á morgun

Mynd með færslu
 Mynd: Ljósmynd/Almannavarnir
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ásamt embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun, þriðjudaginn 27.júlí, klukkan 11.

Upplýsingafundinn leiða Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, Alma D. Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að farið verði yfir stöðu mála varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi síðastliðna daga og vikur. 

Næsti upplýsingafundur eftir morgundaginn verður haldinn á fimmtudaginn.