Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Blankiflúr – Hypnopompic

Mynd: Blankiflúr / Blankiflúr

Blankiflúr – Hypnopompic

26.07.2021 - 11:00

Höfundar

Tónlistarkonan Inga Birna Friðjónsdóttir gaf á dögunum út sína fyrstu plötu undir nafninu Blankiflúr en gripurinn heitir Hypnopompic. Plötuna, sem inniheldur níu lög, vinnur Inga Birna ásamt þeim Stefáni Erni Gunnlaugssyni og Arnþóri Örlygssyni Lind.

Að sögn Ingu Birnu er platan tilraunakennt rafpopp þar sem lögin hafa öll skírskotun í hennar persónulega líf. Umfjöllunarefnin eru ástin og lífið, fyrri sambönd, móðurhlutverkið og náttúran. Platan segir hún að sé fjölbreytt en hafi samt sem áður sterkan heildarsvip Eins og fyrr segir er platan unnin með upptökustjóranum Stefáni Erni Gunnlaugssyni í stúdíó Bambus en hljóðblöndun og jöfnun eru í höndum Arnþórs Örlygssonar Lind.

Plata vikunnar að þessu sinni er plata Blankiflúr - Hypnopompic, sem verður spiluð í heild sinni ásamt kynningum Ingu Birnu á tilurð laganna eftir tíufréttir í kvöld og er aðgengileg í spilara.