Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Alfreð og Þjóðverjar komnir á blað

epa09361470 Germany head coach Alfred Gislason reacts during the Men's Preliminary Round Group B match between Germany and Spain during the Handball events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Yoyogi National Gymnasium arena in Tokyo, Japan, 24 July 2021.  EPA-EFE/WU HONG
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Alfreð og Þjóðverjar komnir á blað

26.07.2021 - 03:42
Þýska karlalandsliðið í handbolta, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, lagði Argentínu í A-riðli með 33 mörkum gegn 25. Frakkar eru með fullt hús stiga.

Þjóðverjar töpuðu gegn Spáni með 28 mörkum gegn 27 í fyrradag. Þeir fóru rólega af stað en voru marki yfir í leikhléi gegn Argentínu í dag, 14-13. Í seinni hálfleik átti Argentína hins vegar ekki séns. Þýskaland skoraði 19 mörk gegn 12 og vann 33-25. Þjóðverjar eru því komnir með 2 stig í A-riðli en Argentína er án stiga.

Frakkland er með fullt hús í A-riðli eftir sigur á Brasilíu í morgun, 34-29. Frakkar hafa unnið báða leiki sína en Brasilía er án stiga. 

Þriðji leikur dagsins í A-riðli er viðureign Spánar og Noregs klukkan 8:15 og er sá leikur beint á RÚV. 

Þrír leikir eru í B-riðli í dag:

Egyptaland-Danmörk
Barein-Portúgal
Japan-Svíþjóð