Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tíu létu lífið í rútuslysi í Króatíu

25.07.2021 - 10:41
Mynd með færslu
 Mynd: AP
Tíu létu lífið og tugir slösuðust í rútuslysi í austurhluta Króatíu í morgun. Rútan var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Pristína í Kósóvó.

67 farþegar voru um borð en þar á meðal var fjöldi barna. Sjónarvottar segja að rútunni hafi verið ekið eftir fjölfarinni hraðbraut þegar hún skyndilega sveigði út af veginum og endaði á hliðinni. Rúmlega 40 farþegar voru fluttir á sjúkrahús en ekki er enn ljóst hversu margir þeirra eru alvarlega slasaðir. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV