Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Rey Cup harmar að kveikt hafi verið á myndavélum

25.07.2021 - 17:11
Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV
Stjórn knattspyrnumótsins Rey Cup harmar að gleymst hafi að slökkva á eftirlitsmyndavélum, sem voru í gistiaðstöðu stúlkna á táningsaldri sem gistu í Laugardalshöll vegna mótsins.

Greint var frá því fyrr í dag að stelpur í þriðja og fjórða flokki Selfoss hefðu uppgötvað að kveikt hefði verið á eftirlitsmyndavélunum og hefði málið verið tilkynnt lögreglu.

Í sameiginlegri yfirlýsingu stjórnar Rey Cup og knattspyrnudeildar Selfoss segir að málið hafi komið upp í gær og hafi verið slökkt á vélinni þegar í stað. Segir enn fremur að ekkert bendi til þess að um ásetning sé að ræða, heldur gáleysi og biðst stjórnin afsökunar á því.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV