Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hundruð sektuð og tugir ákærð vegna sóttvarnarmótmæla

25.07.2021 - 15:15
epa09361931 Protestors are seen during the 'World Wide Rally For Freedom' anti-lockdown rally in Brisbane, Australia, 24 July 2021. People demonstrated in several Australian cities against the measures tio curb the spread of COVID-19.  EPA-EFE/DARREN ENGLAND AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Hundruð fengu sekt og tugir hafa verið ákærð í Sydney vegna mótmæla gegn sóttvarnaraðgerðum. Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu segir að mótmælin geti orðið til þess að það þurfi að strangar takmarkanir.

Á einum sólarhring sektaði lögreglan í Sydney 510 vegna sóttvarnarbrota. Þá hafa minnst 57 verið ákærð fyrir samskonar brot. Strangar sóttvarnartakmarkanir eru í gildi í borginni, fólk á að halda sig heima nema þau hafi brýna ástæðu til annars. Þúsundir komu saman til þess að mótmæla þessum ströngu takmörkunum í gær. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, vandar þeim ekki kveðjurnar. „Auðvitað er þetta eigingirni. Þetta þjónar líka ekki neinum tilgangi. Takmarkanirnar verða ekki felldar úr gildi, þetta eykur aðeins líkurnar á því að við þurfum að framlengja þær.“

Lögreglan er að fara yfir myndefni úr öryggismyndavélum til þess að bera kennsl á þau sem mættu til mótmæla og brutu þar með sóttvarnarreglur. Forsætisráðherrann segir þessa hegðun engum hjálpa. „Eigingirni hjálpar engum.  Að taka þátt í mótmælum í borg þar sem strangar takmarkanir eru í gildi er kæruleysi og eigingirni,“ segir Morrison. 

epa09363164 Australian Prime Minister Scott Morrison speaks to the media during a press conference at the Lodge in Canberra, Australia, 25 July 2021.  EPA-EFE/LUKAS COCH AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, er ekki glaður með mótmælin.