Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Harður árekstur norðan Hvalfjarðarganga

25.07.2021 - 18:10
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi við Grundartanga, norðan Hvalfjarðarganga, rétt fyrir klukkan fimm í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt skullu saman og höfnuðu báðir utan vegar.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er ekki talið að neinn sé alvarlega slasaður, en nokkrir voru fluttir á heilsugæslu til skoðunar. Sjö voru um borð í bílunum og fóru þrír slökkvibílar á vettvang.

Miklar umferðartafir hafa verið á Vesturlandsvegi vegna slyssins. Vinna stendur enn yfir á vettvangi, en henni fer að ljúka. Bílum er hleypt fram hjá slysstað í hollum.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV