Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vatnsveður veldur nýjum flóðum í Belgíu

24.07.2021 - 23:56
A man walks by damaged cars in a flooded street in Mery, Province of Liege, Belgium, Wednesday, July 14, 2021. A code red was issued in parts of Belgium on Wednesday as severe rains hit the area. (AP Photo/Valentin Bianchi)
Frá Liège í Vallóníu Mynd: AP
Ár flæddu yfir bakka sína í Belgíu í dag og ollu flóðum enn á ný þegar mikið slagviðri gekk þar yfir, aðeins nokkrum dögum eftir að mannskæð flóðu urðu þar og í nágrannalandinu Þýskalandi. Verst er ástandið borginni Dinant í Namur-héraði í sunnanverðri Vallóníu, þar sem áin Maas varð að beljandi stórfljóti.

Vatnsflaumur hreif með sér tugi bíla á götum borgarinnar og olli enn frekari skemmdum á járnbrautarsporum út úr borginni, sem skemmdust talsvert í flóðunum í liðinni viku. Engar fregnir hafa þó borist af manntjóni í flóðum dagsins. Minnst 32 fórust í Belgíu í flóðunum í liðinni viku og 175 í Þýskalandi. Á annað hundrað manns er enn saknað.