Sæludögum í Vatnaskógi aflýst

Mynd með færslu
 Mynd: KFUM

Sæludögum í Vatnaskógi aflýst

24.07.2021 - 22:57

Höfundar

Fjölskylduhátíðinni Sæludögum í Vatnaskógi hefur verið aflýst, eins og flestum stærri viðburðum öðrum. Í tilkynningu frá Skógarmönnum KFUM segir að í ljósi nýjustu samkomutakmarkana stjórnvalda sé það þeirra mat, að ekki sé forsvaranlegt að halda hátíðina í ár. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá 1992, en féll líka niður í fyrra vegna COVID-19 faraldursins.

Fjölmörgum hátíðum og viðburðum öðrum hefur ýmist verið frestað eða aflýst vegna þeirra samkomutakmarkana og sóttvarnaaðgerða sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi á miðnætti og gildir að óbreyttu til 13. ágúst.

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Hátíðum aflýst, frestað, flýtt eða breytt um land allt

Stjórnmál

Helstu takmarkanir og reglur sem tóku gildi á miðnætti

Stjórnmál

Druslugöngunni frestað um óákveðinn tíma

Innlent

Kemur til greina að halda þjóðhátíð síðar í ágúst