Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Löng bílaröð í Kömbunum vegna slyss

24.07.2021 - 14:18
Mynd með færslu
 Mynd: Vegagerðin
Mikil umferðarteppa er á Suðurlandsvegi vegna þriggja bíla áreksturs sem varð á veginum nærri Hveragerði í hádeginu.

Vísir greindi fyrst frá.

Hundruð bíla sitja fastir en bílaröð nær nú upp Kambana og alla leið að hringtorginu í Hveragerði.

Sjö bíla árekstur varð í efst í Kömbunum í gærkvöldi en mikil þoka var þá á svæðinu.

Þá var Hvalfjarðargöngum lokað um stund um klukkan 14:20 eftir að bíll bilaði í göngunum.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV