Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Housszu rétt skreið inn í úrslit í 400 metra fjórsundi

epa09362084 Katinka Hosszu of Hungary reacts after competing in the women's 400m Individual Medley heats during the Swimming events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Tokyo Aquatics Centre in Tokyo, Japan, 24 July 2021.  EPA-EFE/Tamas Kovacs HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI

Housszu rétt skreið inn í úrslit í 400 metra fjórsundi

24.07.2021 - 13:26
Keppni í sundi hófst á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Litlu mátti muna að hin ungverska Katinka Housszu kæmist áfram í úrslit í 400 metra fjórsundi. Ljóst er að sundmenn USA eru ekki eins hraðir í lauginni eins og mátti búast við, stærstu stjörnur landsins eiga eftir að hefja keppni en ljóst að miklar væntingar eru á keppendum liðsins eins og ávallt á Ólympíuleikum.

400m fjórsund karla – fyrsta grein dagsins og stærsta fréttin hér að heimamaðurinn, þrefaldur heimsmeistari og bronsverðlaunahafinn frá síðustu Ólympíueikum Daiya Sato náði ekki inn í úrslitin eftir keppnina í undanúrslitunum. Hann varð í níunda sæti en það var ástralinn Brendon Smith sem er með besta tímann eftir undanúrslitin 4:09.27 og er það nýtt Eyjaálfumet.  

100 flugsund kvenna – hér bíðu allir mjög spenntir eftir að sjá Sarah Sjöstrom keppa.  Hún ákvað í byrjun vikunnar að taka þátt í þessari grein en eftir aðgerð á olnboga og endurhæfingu vegna þess var ekki ljóst hvort hún myndi taka þátt eða ekki í þessari grein.  Hún er ríkjandi heimsmeistari, heimsmethafi og Ólympíumeistari í þessari grein.  Hún var skráð inn á þetta mót með fimmta besta tímann en kláraði undanúrslitin með þriðja besta tímann 56.18.  Yufei Zhang frá Kína var með besta tímann eftir undanrásirnar 55.82 og á eftir henni á nýju Eyjaálfumeti var Emma McKeon frá Ástralíu.

400m skriðsund karla – Fyrirfram bjuggust allir við því að áströlsku sundmennirnir myndu vera með yfirgnæfandi forystu en annað kom á daginn. Þeir áttu tvo hröðustu tíma ársins fyrir mótið   Það var hinn þýski Henning Bennet Muhlleitner sem í raun syndi bara á sínum tíma og er með besta tímann inn í úrslita sundið í nótt.  Felix Aubock frá Austurríki varð annar og enn og aftur varð þriðja sætið í boði fyrir Gabriele Detti inn í úrslitasundið.  Ástralarnir komu svo í fjórða og fimmta sætið og svo komu tveir bandarískir sundmenn í sjötta og sjöunda sætið og nokkuð frá sínu besta í þessari grein.

400m fjórsund kvenna – hér fyrirfram mátti búast við því að járnfrúin frá Ungverjalandi Katinka Housszu yrði með afgerandi forskot.  Það kom því mjög á óvart að járnfrúin skuli vera eftir allt mannleg því hún slefaði inn í úrslitin í 7 sæti (8 komst í úrslit).  Hröðust í þessari grein í undanúrslitunum var Emma Weyant frá Bandaríkjunum á tímanum 4.33.55 og önnur varð Aimee Willmott frá Bretlandi á tímanum 4.35.28.  Fyrir mótið átti Katinka sjötta besta tíma ársins en þær Weyant og Flickinger frá Bandaríkjunum áttu hraðari tíma. 

100m bringusund karla – þegar maður á 16 hröðustu tíma allra tíma í þessari grein er þá ekki nokkuð ljóst að maður hafi ákveðið forskot á aðra.  Adam Peaty, breska ljónið, kom sá og sannaði að hann er í hörku formi fyrir komandi átök í þessari grein.  Hann kom í bakkann á tímanum 57.66 sem er 88/100 frá Heimsmeti hans (56.88). Arno Kamminga frá Hollandi var með annan hraðasta tímann í undanrásunum 57.80 en þessir tveir eru með afgerandi forystu á aðra keppendur. Arno Kamminga er sá eini sem hefur synt á tíma hraðar en 58 fyrir utan Adam Peaty.