Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Danir unnu Dag og settu markamet

epa08955821 Japan?s coach Dagur Sigurdsson reacts during the Main Round match between Japan and Argentina at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 21 January 2021.  EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany / POOL
 Mynd: EPA

Danir unnu Dag og settu markamet

24.07.2021 - 15:03
Heims- og Ólympíumeistarar Dana í handbolta unnu Japan í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Tókýó 47-30. Japanir spila undir stjórn Dags Sigurðssonar.

Danir náðu öruggri forystu snemma leiks og voru ellefu mörkum yfir í leikhléi, 25-14. Þær bættu svo í í síðari hálfleik og unnu að lokum sannfærandi sigur. 

Jacob Holm var markahæstur í danska liðinu með níu mörk en Hiroki Motoki skoraði átta fyrir það japanska. 

Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð af einu liði í leik á Ólympíuleikum. Frakkar og Svíar deildu fyrra meti sem var 44 mörk. 

Danmörk mætir Eygptalandi næst á mánudagsmorgun og Japan Svíþjóð seinna sama dag.