Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

40 milljónir greinst með COVID-19 í Rómönsku Ameríku

24.07.2021 - 04:39
epaselect epa08479378 An Activist places one hundred and ten crosses, as a way of denouncing the errors made by the Government in managing the coronavirus crisis, during a protest organized by the NGO Rio de Paz, on Copacabana beach , Rio de Janeiro, Brazil, 11 June 2020.  EPA-EFE/ANTONIO LACERDA
Brasilíumenn mótmæltu því á táknrænan hátt á dögunum á Copacabana ströndinni hve illa stjórnvöld brugðust við farsóttinni. Mynd: EPA-EFE - EFE
Staðfest COVID-19 tilfelli í Rómönsku Ameríku eru orðin fleiri en 40 milljónir talsins, samkvæmt samantekt AFP-fréttastofunnar á gögnum heilbrigðisyfirvalda í þessum heimshluta. Klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma voru tilfellin 40.073.507. Nær helmingurinn, rúmlega 19.6 milljónir smita, greindist í Brasilíu. 1.353.335 dauðsföll hafa verið rakin til sjúkdómsins í Rómönsku Ameríku, þar af nær 550.000 í Brasilíu.

Gamma-afbrigði veirunnar hefur breiðst hratt út þar í landi og víðar í Mið- og Suður-Ameríku. Delta-afbrigðið hefur þó reynst enn skæðara og mikil fjölgun smita um heim allan hefur einkum verið rakin til þess. Alls hafa nú ríflega 193 milljónir manna greinst með COVID-19 í heiminum og 4.143.687 hafa dáið úr sjúkdómnum svo vitað sé.