Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tugir látnir eftir aurskriður á Indlandi

23.07.2021 - 14:55
epa09352173 National Disaster Response Force (NDRF) personnel operate during a rescue operation in the aftermath of a landslide at a Bharat Nagar slum in Chembur, Mumbai, India, 18 July 2021. According to the police and municipal officials at least 22 people are dead and several others injured after a wall collapsed on some shanties in Chembur's Bharat Nagar area due to a landslide after heavy rainfall in the city.  EPA-EFE/DIVYAKANT SOLANKI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Að minnsta kosti 44 hafa látist í aurskriðum í Maharashtraríki í vesturhluta Indlands og 38 til viðbótar er saknað. Monsún-regntímabilið stendur sem hæst á þessum slóðum.

Hermenn í sjó- og flugher Indlands hafa verið kallaðir út til að hjálpa fólki sem hefur lent í ógöngum í illviðrinu. Skriðuföll hamla hins vegar björgunarstörfunum, þar sem margar skriður hafa fallið á vegi, þar á meðal þjóðveginn milli borganna Mumbai og Goa.

Í borginni Chiplun, um 250 kílómetra frá Mumbai, hækkaði vatnsyfirborð um þrjá og hálfan metra eftir að látlaust rigndi í sólarhring. Ár flæddu yfir bakka sína og færðu á kaf íbúðarhús og vegi. Nokkur hverfi í Chiplun eru einangruð af þessum sökum. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV