Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Nýjar reglur á miðnætti annað kvöld

Mynd með færslu
 Mynd: Hjalti Stefánsson - RUV
Samkomutakmarkanir innanlands taka gildi á miðnætti annað kvöld, aðfaranótt sunnudags. Tvö hundruð manns mega þá mest koma saman og skemmtistaðir mega ekki selja áfengi og veitingar eftir klukkan 23. Þó má vera opið til miðnættis.

Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnar á Egilsstöðum í dag. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á ruv.is.

Alls hafa 248 smit greinst hér á landi síðustu fjóra daga, þar af 76 í gær.

Sóttvarnalæknir lagði í gær fram minnisblað til ráðherra þar sem lagt er til að samkomutakmarkanir verði settar á að nýju. Ekki hefur þó komið fram í hverju þær felast.

 
alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV