Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Bain Capital með stærstan hlut í Icelandair

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Bragi Valgeirsson - RÚV
Samkomulag fjárfestingarssjóðsins Bain Capital og Icelandair Group hf. var samþykkt á hluthafafundi Icelandair Group í dag. Samkomulagið sneri að áskrift að 5,7 milljónum nýrra hluta í félaginu á gengi 1,43 krónur á hvern hlut eða að söluandvirði 8,1 milljarða króna. Bain Capital er því stærsti hluthafi Icelandair Group eða 16,6%.

Matthew Evans, fulltrúi Bain Capital, var þá kjörinn í stjórn félagsins en samkomulag félaganna var háð því að fulltrúi Bain Capital hlyti kosningu í stjórn.

Evans tók sæti Úlfars Steindórssonar sem hafði gefið út að hann stigi til hliðar ef fallist yrði á tillögurnar. Þá verður Guðmundur Hafsteinsson stjórnarformaður og Nina Jonsson verður varaformaður stjórnar. 

Í tilkynningu frá Icelandair Group kemur fram að samkomulag Bain Capital og Icelandair Group muni ekki hafa áhrif á rétt hluthafa sem nú þegar hafa áskriftarréttindi í félaginu. Opnað verður á viðskipti með fyrsta hluta þeirra í ágúst.