Upplýsingafundur almannavarna

22.07.2021 - 10:30
Upplýsingafundur almannavarna vegna COVID-19 er á dagskrá klukkan ellefu í dag, í beinni útsendingu á öllum miðlum RÚV. Þar fara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum yfir stöðuna í faraldrinum hér á landi.