Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Táragas og háþrýstidælur gegn bólusetningarandstæðingum

22.07.2021 - 03:22
epa09357168 A protester gestures as riot police fire water canons during an anti-vaccine protest held in Athens, Greece, 21 July 2021. At least five people were detained during two protest gatherings held by people against coronavirus vaccinations at Propylea and Syntagma Square on 21 July. Tensions erupted after police asked some of the 3,500 protesters who had gathered at Syntagma Square to make way for oncoming traffic. Βottles and other objects were hurled against anti-riot police, who repelled the crowd with teargas and a water cannon.  EPA-EFE/ALEXANDROS BELTES
 Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA
Lögregla í Aþenu beitti í gær táragasi og háþrýstidælum til að leysa upp fjölmenn mótmæli fólks sem mótfallið er bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda.

Um 3.000 manns söfnuðust saman utan við þinghúsið í höfuðborginni í gær til að mótmæla boðaðri lagasetningu um skyldubólusetningu starfsfólks í nokkrum atvinnugreinum.

Nokkur þúsund söfnuðust líka saman í Þessalóniku til að mótmæla lögunum, sem gilda meðal annars um fólk í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum, jafnt hjá hinu opinbera sem í einkageiranum, og í ýmsum störfum öðrum þar sem smithætta telst mikil.

Samkvæmt löggjöfinni er hægt að þvinga þetta fólk í ólaunað leyfi frá og með miðjum ágúst, hafi það ekki látið bólusetja sig. Lögin gilda nú þegar um slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í landinu.