Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Stjórnandi opnunarhátíðar ÓL rekinn degi fyrir leikana

epa09357495 General view of the National Stadium, the main venue of the Tokyo 2020 Olympics and Paralympics, ahead of the opening ceremony of the Tokyo 2020 Games in Tokyo, Japan, 22 July 2021. Just a day before the opening ceremony, the organizing committee of the Tokyo Olympics and Paralympics decided to sack Kentaro Kobayashi, director of the opening and closing ceremonies, for anti-Semitic jokes he made in the past.  EPA-EFE/AYANO SATO
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Stjórnandi opnunarhátíðar ÓL rekinn degi fyrir leikana

22.07.2021 - 06:35
Yfirstjórnandi setningarhátíðar Ólympíuleikanna í Tókíó, Kentaro Kobayashi, var rekinn í morgun, daginn áður en leikarnir eiga að hefjast. Ástæðan er myndskeið frá árinu 1998 sem nýlega skaut upp kollinum á netinu, þar sem Kobayashi hefur helförina í flimtingum.

Seiko Hashimoto, forseti Ólympíunefndar Japans, fordæmir orðræðu Kobayashis á upptökunni og segir hann hæðast að „sársaukafullum atburðum í mannkynssögunni." Aðeins eru nokkrir dagar síðan tónskáld sem einnig var í undirbúningsteymi setningarhátíðarinnar var látið taka pokann sinn, þegar upplýst var að hann hafði lagt fatlaða skólafélaga sína í einelti árum saman.

Þessar uppákomur bætast ofan á vandkvæði vegna COVID-19, jafnt meðal íþróttafólks og starfsfólks leikanna, en 91 starfsmaður hefur nú greinst með COVID-19. 

Tengdar fréttir

Íþróttir

Dýrustu leikarnir og mesta tapið

Ólympíuleikar

Útilokar ekki að Ólympíuleikunum verði aflýst

Ólympíuleikar

Stórfyrirtæki hættir við að auglýsa á Ólympíuleikunum