Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Slökktu eld í bíl

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var í gær kallað til eftir að eldur kom upp í bifreið í póstnúmeri 108. Tilkynning barst neyðarlínu skömmu eftir klukkan 18.

Skömmu fyrir klukkan 19 var tilkynnt um reiðhjólaslys í efra-Breiðholti þar sem reiðhjólamaður hafði fallið í jörðina. Var maðurinn fluttur á slysadeild til skoðunar.

Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið skömmu eftir miðnætti en engar frekari upplýsingar veittar í dagbók lögreglu.

Að lokum barst tilkynning um umferðaróhapp þegar klukkan var að ganga 21 í gærkvöldi.
 

Andri Magnús Eysteinsson