Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Óvarkárir ökumenn keyra á tugi kríuunga á dag

22.07.2021 - 21:05
Innlent · Náttúra · Bílar · Fuglar · Kría · Kríuvarp · Náttúra · samgöngur · Snæfellsnes · umferð · Varp · Varpland · Vegagerðin · Vesturland · Vesturland · Umhverfismál
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV
Tugir kríuunga hafa drepist á dag undanfarna viku vegna mikillar bílaumferðar við Rif á Snæfellsnesi. Hámarkshraði á svæðinu hefur nú þegar verið lækkaður og svæðið merkt sem varpland, en það virðist ekki duga til þess að hlífa varpinu.

Guðjón H. Björnsson, verkstjóri Vegagerðarinnar í Ólafsvík, segir mikið eftirlit með svæðinu og til skoðunar sé að lækka hámarkshraða: „Við lækkuðum hámarkshraðann á síðasta ári varanlega niður í 70 kílómetra á klukkustund, en það stendur til að lækka það enn frekar, niður í 50 kílómetra á klukkustund á ákveðnum kafla“.

„Þetta er mismunandi milli daga, suma daga erum við að hreinsa þarna upp 20 unga og aðra daga eru engir,“ segir Guðjón. Hann segir svæðið vel merkt en ökumenn greinilega ekki nógu varkára.