Annasamt var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt en Slökkviliðið sinnti 134 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, 24 þeirra voru forgangsútköll. Einn köttur hlaut þá aðstoð slökkviliðsmanna við að komast niður úr tré.
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Þar er jafnframt greint frá því að COVID-19 flutningum hafi fjölgað nokkuð en þeir voru 25 síðasta sólarhringinn.
Síðasta verkefni næturinnar var þá að bjarga ketti úr tré svo íbúar í nærliggjandi húsum fengju svefnfrið. Slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að kettirnir mjálmi og væli töluvert sitji þeir fastir uppi í tré. Oft sé fólk þá ekki að gefa dýrunum nægan tíma til þess að koma sér niður sjálf því þau grípa oftar en ekki til þess ráðs fyrr en síðar.