Fjöldi hælisleitenda komst til Melilla

22.07.2021 - 12:11
epaselect epa09357670 Several migrants rest after they managed to reach Spain by jumping the border fence with Morocco, in Melilla, a Spanish enclave in northern Africa, 22 July 2021. Some 300 migrants managed to reach Spain after they massively jumped the border fence in the early morning.  EPA-EFE/PAQUI SANCHEZ
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Á fjórða hundrað hælisleitendur reyndu í dögun að komast frá Marokkó yfir á spænska sjálfstjórnarsvæðið Melilla. Til þess þurftu þeir að klifra yfir háan múr með gaddavír á toppnum. 238 komust alla leið. Þeir voru umsvifalaust fluttir í móttökustöð þar sem þeir verða í sóttkví næstu daga í samræmi við COVID-19 reglur á Spáni.

Þrír lögreglumenn slösuðust lítillega þegar þeir urðu fyrir krókum sem hælisleitendurnir köstuðu yfir múrinn til að geta klifrað yfir hann.

Frá því um miðjan maí hefur rúmlega 500 hælisleitendum tekist að komast til Melilla. Fyrir tveimur mánuðum reyndu tíu þúsund manns að komast til Ceuta, annars spænsks sjálfstjórnarsvæðis, sunnan megin Gíbraltarsunds.