Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

33 hafa fundist látin á flóðasvæðunum í Henan í Kína

22.07.2021 - 04:47
epaselect epa09356174 People walk in the flooded road after record downpours in Zhengzhou city in central China's Henan province Tuesday, July 20, 2021 (issued 21 July 2021). Heavy floods in Central China killed 12 in Zhengzhou city due to the rainfall yesterday, 20 July 2021, according to official Chinese media. Over 144,660 people have been affected by heavy rains in Henan Province since July 16, and over 10,000 had to be relocated, the provincial flood control and drought relief headquarters said Tuesday.  EPA-EFE/FEATURECHINA CHINA OUT
 Mynd: EPA-EFE - FEATURECHINA
33 hafa fundist látin í Henan-héraði í Kína, þar sem feiknarmikil flóð hafa geisað vegna úrhellisrigninga síðustu daga. Herinn sprengdi í fyrrakvöld stíflugarð sem byrjaður var að gefa sig, til að freista þess að stjórna flæðinu úr stíflunni og koma þannig í veg fyrir enn verri flóð en ella.

Svo mikið var vatnsveðrið á flóðasvæðunum að þar mældist jafn mikil úrkoma á þremur sólarhringum og venjulega á heilu ári, eða 640 millimetrar. Vatn flæddi um götur og inn í hús í fjölda borga í héraðinu. Einna verst var ástandið í héraðshöfuðborginni Zhengzhou, þar sem vatnsflaumurinn fossaði inn í neðanjarðarlestagöng borgarinnar og stóð farþegum jarðlestanna upp undir axlir. Þar drukknuðu á annan tug manna og hundruðum var bjargað við illan leik.

Stíflugarðurinn sem var sprengdur stóð nærri borginni Luoyang. Um tuttugu metra skarð hafði myndast í garðinn og óttast var að hann myndi gefa sig þá og þegar með skelfilegum afleiðingum. Því var gripið til þess örþrifaráðs að sprengja hann með skipulögðum hætti til að stýra hvorutveggja vatnsmagninu og farvegi þess. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV