Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tryggingatjón vegna flóða í Þýskalandi 5 milljarðar

21.07.2021 - 13:55
epa09345782 The entire village of Schuld in the district of Ahrweiler is destroyed after heavy flooding of the river Ahr, in Schuld, Germany, 15 July 2021. Large parts of Western Germany were hit by heavy, continuous rain in the night of 14 July, resulting in local flash floods that destroyed buildings and swept away cars.  EPA-EFE/SASCHA STEINBACH
Frá þýska þorpinu Schuld, sem gjöreyðilagðist í flóðunum um miðjan júlí.  Mynd: EPA-EFE - EPA
Tryggingafélög í Þýskalandi þurfa að líkindum að greiða allt að fimm milljarða evra vegna flóðanna í vesturhluta landsins í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jörg Asmussen, formaður GDV, Samtaka þýskra tryggingafélaga, sendi frá sér í dag.

Að sögn Asmussens voru hamfarirnar með þeim verstu í landinu á síðari tímum. Angela Merkel kanslari tók enn dýpra í árinni þegar hún kannaði ástandið í Nordrhein-Westfalen í gær. Hún taldi að þær væru hinar verstu í Þýskalandi í sjö hundruð ár.