Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Starfsmaður á bráðamóttöku með COVID-19

21.07.2021 - 11:40
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Starfsmaður á bráðamóttöku Landspítalans greindist með COVID-19 í gær og eru tugir starfsmanna á deildinni komnir í vinnusóttkví.

Þetta staðfestir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítalans í samtali við fréttastofu. Vísir.is greindi fyrst frá.

Starfsmaðurinn var síðast í vinnu á mánudag og hefur einn sjúklingur verið settur í sóttkví. Sá var reyndar í sóttkví sem nú hefur verið framlengd. 
 

Höskuldur Kári Schram
Fréttastofa RÚV