Sjónvarpsfréttir: Nærri 100 smit á tveimur dögum

21.07.2021 - 18:37
Næstum 100 hafa smitast innanlands síðustu tvo daga, langflestir bólusettir. Sóttvarnalæknir ræðir við stjórnvöld hvort grípa þurfi til sóttvarnaaðgerða, en segir ljóst að bólusetningin virki ekki sem skyldi hjá öllum. Rætt verður við Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í beinni útsendingu í sjónvarpsfréttum.

Nokkur óvissa er um hátíðahöld um verslunarmannahelgina. Einni útihátíð var aflýst í dag. Forsvarsmenn hátíða sem fara eiga fram um helgina ætla að halda sínu striki. 

Ákvarðanir um hertar sóttvarnaraðgerðir verða klárlega pólitískar, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Núningur innan ríkisstjórnarinnar bendi til þess að ekki sé sjálfgefið að Vinstri græn vilji halda stjórnarsamstarfinu áfram.

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er sagður hafna staðfastlega ásökunum um að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi. Þetta kemur fram í breskum fjölmiðlum.

Á morgun eru tíu ár liðin frá því að norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns í Ósló og í Útey. Ein þeirra sem lifði árásina af segir orðræðuna í heimalandinu oft varhugaverða. 

Sjónvarpsfréttir hefjast klukkan 19:00. 

 

 

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV