Sækja slasaðan göngumann í Botnsúlur

21.07.2021 - 20:24
Mynd með færslu
 Mynd: Bragi Valgeirsson - RÚV
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til að sækja slasaðan göngumann í Botnsúlur.

Samkvæmt tilkynningu eru fyrstu hópar farnir af stað áleiðis til mannsins.

Þoka hefur verið yfir svæðinu í dag en að öðru leyti eru aðstæður góðar á vettvangi.