Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sími Macrons var hugsanlega hleraður

20.07.2021 - 23:20
epa08963869 French President Emmanuel Macron delivers a speech at the opening session of the Choose France video-conference meeting from the Elysee Palace in Paris, France, 25 January 2021. The video-conference gather a hundred leaders of major foreign groups who were due to attend the Choose France Summit, which was postponed due to covid-19 pandemic.  EPA-EFE/LUDOVIC MARIN / POOL  MAXPPP OUT
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Mynd: EPA-EFE - AFP POOL
Emmanuel Macron Frakklandsforseti er í hópi nokkurra þjóðarleiðtoga sem hugsanlegt er að njósnað hafi verið um með búnaði sem komið var fyrir í farsíma hans. Greint er frá þessu í erlendum miðlum, þeirra á meðal BBC.

Forritið sem um ræðir nefnist Pegasus og er framleitt af ísraelska tæknifyrirtækinu NSO Group.

Franska blaðið Le Monde greinir frá því að marokkóska leyniþjónustan hafi komist yfir símanúmer sem Macron hefur notað frá því hann tók við embætti árið 2017, og er það á lista um 50.000 símanúmera fólks sem talið er að hafi verið hlerað með búnaðinum. 

Tekið er fram að ekki þótt númer sé á listanum sé ekki víst að tekist hafi að njósna um forsetann. Marokkósk stjórnvöld hafa neitað því að vera í viðskiptum við NSO Group.

Fjallað var um uppljóstranir aþjóðleg rannsókn blaðamannasamtakanna Forbidden Stories og mannréttindasamtakanna Amnesty International í kvöldfréttum sjónvarps í gær.

Rannsókn leiddi í ljós að stjórnvöld í tíu löndum hefðu keypt ísraelska búnaðinn og notað hann til að hlera um fólk. Meðal landanna tíu eru Marokkó, Aserbaídjan og Ungverjaland.

Ísraelska fyrirtækið neitar því að hafa selt búnaðinn til ríkjanna, en það hefur alla tíð haldið því fram að búnaðurinn standi aðeins her, lögreglu og njósnastofnunum í svokölluðum lýðræðisríkjum til boða.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV