Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Stórfyrirtæki hættir við að auglýsa á Ólympíuleikunum

epa09351470 A worker stands of the roof of the National Stadium in Tokyo, Japan, 18 July 2021. Just five days before the opening of the Tokyo Games, latest polls show that more than 85 per cent of the population are concerned about the the Olympics as Tokyo recorded 1,000 new COVID-19 cases for the fifth straight day.  EPA-EFE/FRANCK ROBICHON
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Stórfyrirtæki hættir við að auglýsa á Ólympíuleikunum

19.07.2021 - 17:03
Þegar einungis fjórir dagar eru í setningarathöfn Ólympíuleikanna í Tókýó ákváðu stjórnendur japanska bílarisans Toyota í dag að auglýsa ekki vöruna sína í sjónvarpi í tengslum við leikana. Þetta gerir fyrirtækið vegna þess að ekki ríkir samstaða innan japönsku þjóðarinnar um leikana.

Forráðamenn Toyota sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis í dag að fyrirtækið kæmi ekki til með að auglýsa á leikunum, þá ætlar fyrirtækið ekki að koma að eða taka þátt í opnunarhátíðinni.
„Við ætlum ekki að senda út neinar auglýsingar tengdar leikunum og það er einnig rétt að Toyota tekur ekki þátt í opnunarhátíðinni, meðal annars vegna þess að engir áhorfendur verða á svæðinu,“ segir talsmaður fyrirtækisins í samtali við Reuters fréttastofuna fyrr í dag.

Ný könnun á vegum japanska dagblaðsins Asahi Shimbun á íbúum fyrir leikana í Tókýó, alls voru 68% höfðu sínar efasemdir um leikana og allt sem þeim fylgja til höfuðborgarinnar, 55% vildi ekki fá leikana til Tókýó. Búið var að ákveða tímasetningar á auglýsingum Toyota og ganga frá öllum samningum og þetta er því gríðarlegt högg fyrir leikana og aðstandendur þeirra.

„Ólympíuleikarnir í Tókýó stefna í að verða viðburður sem sameinar ekki þjóðina okkar,“ er haft eftir stjórnarmanni fyrirtækisins í japanska miðlinum Yomiuri. Einnig er talið hafa áhrif að u.þ.b. 55 smit hafa greinst sem hægt er að tengja við leikana og Ólympíuþorpið, í gærkvöldi birtist svo frétt á þýska miðlinum Süddeutsche Zeitung með fyrirsögninni „Krísan er hafin.“

Alþjóðlegar auglýsingar fyrirtækisins halda sínu striki, en þessar aðgerðir bílarisins eiga einungis við japanskan markað.