Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sendiherradóttur rænt í Pakistan

19.07.2021 - 05:57
epa09350174 Sheikh Rasheed, Pakistan's Interior Minister, speaks to journalists during a press conference days after a blast at a bus carrying Chinese engineers to the site of Dasu Dam in Kohistan, in Islamabad, Pakistan, 17 July 2021. Interior Minister Sheikh Rasheed gave an update about the investigation into Dasu incident which is in its final stages. Security agencies have been asked to further improve security of Chinese nationals. At least eight people, including six Chinese nationals and one Pakistani soldier, have been killed in the blast.  EPA-EFE/SOHAIL SHAHZAD  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Sheikh Rashid Ahmed, innanríkisráðherra Pakistans. Mynd: EPA-EFE - EPA
Sisila Alikhil, dóttir sendiherra Afganistans í Pakistan, var rænt og haldið fanginni í nokkrar klukkustundir um helgina. Afganska utanríkisráðuneytið segir að hún hafi sætti talsverðum pyntingum og sendiherrann og aðrir diplómatar í Islamabad hafi verið kallaðir heim. 

Fréttastofa BBC hefur eftir pakistönskum yfirvöldum að árásarmennirnir hafi sest inn í bíl sem Alikhil var í og lamið hana. Þegar þeir leystu hana úr haldi var hún flutt á sjúkrahús. Faðir hennar, sendiherrann Najib Alikhil, fordæmdi árásina, en segir að dóttur hans, sem er á þrítugsaldri, líði betur. Afganska utanríkisráðuneytið lýsti þungum áhyggjum yfir atvikinu og sagðist ætla að leggja fram formlega kvörtun vegna þess. Í gær var svo greint frá því að sendiherrann og aðrir hátt settir sendiráðsstarfsmenn verði kallaðir heim þar til öll ógn er að baki.

Í yfirlýsingu pakistanska innanríkisráðherrans Sheikh Rashid Ahmed segir að forsætisráðherrann Imran Khan vilji finna árásarmennina sem allra fyrst. 

 

Samskipti nágrannaríkjanna eru stirð um þessar myndir. Síðustu vikur hafa þau versnað enn frekar í tengslum við aukið ofbeldi í Afganistan. Afgönsk stjórnvöld saka nágranna sínu um að veita vígamönnum Talíbana skjól, en þeir hafa sótt hart að mikilvægum skotmörkum við landamæri ríkjanna. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV