Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Rannsókn á banaslysi miðar vel

19.07.2021 - 10:56
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Rannsókn á tildrögum banaslyss sem varð á byggingasvæði í Reykjanesbæ á miðvikudag í síðustu viku miðar vel, að sögn Bjarneyjar Annelsdóttur, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í vinnuslysi er hann varð undir steini þar sem verið er að byggja íbúðarhúsnæði í nýju hverfi í Reykjanesbæ, Hlíðahverfi. 

Lögreglan á Suðurnesjum og Vinnueftirlitið rannsaka tildrög slyssins. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir