OPEC-ríki ætla að auka olíuframleiðslu

19.07.2021 - 06:20
epa08348372 Pump jacks operate in the oil fields near Midland, Texas, USA, at sunrise 07 April 2020. Midland, Texas is a city in western Texas, part of the Permian Basin area. Low oil prices are reportedly causing also the gas prices to drop dramatically.  EPA-EFE/LARRY W. SMITH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, samþykktu í gær að auka framleiðslu sína. Þannig vilja þau stuðla að lægra verði og minni þrýstingi á efnahagskerfi heimsins. Framboð á olíu verður aukið þegar í næsta mánuði, eftir mikinn niðurskurð í framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar í heimsfaraldrinum.

Verð á Brent hráolíu hækkaði um 43 prósent á þessu ári og er um 74 dollarar á tunnu. Það hefur ekki verið hærra í tvö og hálft ár. Aukin framleiðsla ætti að skila sér í lægra verði við eldsneytisdælur, segir á vef fréttastofu BBC.

Olíuframleiðsluríkin hafa leitast eftir því undanfarið að draga úr niðurskurðinum. Deilur á milli Sádi Araba og Sameinuðu arabísku furstadæmanna ógnuðu því markmiði fyrr í mánuðinum, en tekist hefur að finna lausn á þeim. 
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV