Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kínverjar sakaðir um netárás á vefþjón Microsoft

epa07942259 (FILE) - Microsoft booth at Japan CEATEC in Makuhari city, east of Tokyo, 30 September, 2008 (reissued 23 October 2019). Microsoft is to release their fiscal year 2020 first quarter earnings on 23 October 2019.  EPA-EFE/EVERETT KENNEDY BROWN
 Mynd: EPA
Evrópusambandið og stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa sakað stjórnvöld í Kína um að standa að baki stórri netárás sem gerð var á vefþjóna Microsoft fyrr á þessu ári.

Áhrifa árásarinnar gætti á um 30.000 fyrirtæki og stofnanir, og þar með hundruð þúsunda notenda, um heim allan.

Bretar segja að hakkararnir hafi notið stuðnings kínverska ríkisins í aðgerðum sínum, en Evrópusambandið gengur ekki svo langt og segir aðeins að árásirnar hafi komið frá Kína.

Kínverjar hafa hafnað ásökununum og segjast leggjast gegn hvers kyns netglæpum.

Komu sér upp bakdyraleið

Hakkaranir nýttu sér veikleika í Microsoft Exchange-póstþjónustunni til að koma sér upp bakdyraleið inn í kerfið.

Bresk stjórnvöld segja að með því sé líklegt að þeir hafi getað njósnað um notendur og stolið persónuupplýsingum og gögnum. Aðrir hópar nýttu sér einnig bakdyraleiðina. 

Microsoft greindi frá innrásinni í mars og sagði kínverskan hóp sem nefnist Hafnium vera ábyrgan.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV