Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hvernig væri að geta flogið burt?

Mynd: RÚV / RÚV

Hvernig væri að geta flogið burt?

19.07.2021 - 10:45

Höfundar

Stórsöngkonan Guðrún Árný flutti Jet Black Joe-smellinn Freedom á Tónaflóði í Hofi á Akureyri um helgina. Lagið er eftir Gunnar Bjarna Ragnarsson og fjallar um hugrekkið sem felst í að finna frelsið sem þarf til að fljúga sína leið. Textinn er úr smiðju söngkonunnar og fasteignasalans Sigríðar Guðnadóttur

Allur salurinn tók undir og margir sungu sig hása á föstudagskvöld enda dagskráin pökkuð af hverjum stórsmellinum á fætur öðrum. Auk Guðrúnar Árnýjar stigu á svið þau Ágústa Eva, Magni, Sverrir Bergmann og Aron Can.

Tónaflóð um landið heldur áfram næsta föstudag og nú verða tónleikarnir á veitingastaðnum Hafinu á Höfn í Hornafirði. Meðal þeirra sem koma þar fram verða Prins Póló, Stefanía Svavarsdóttir, Elísabet Ormslev og Salka Sól.

Sumartónleikar RÚV og Rásar 2 eru haldnir í beinni útsendingu frá öllum landshlutum á föstudögum í sumar þar sem áhersla verður lögð á þekkta íslenska tónlist. Á hverjum stað halda þjóðþekktir gestasöngvarar uppi fjörinu ásamt húsbandinu góða, Albatross. Ferðinni lýkur svo í Reykjavík á Menningarnótt.

Þú finnur Tónaflóð hér í spilara RÚV.

Tengdar fréttir

Tónlist

Ekkert fær GDRN haggað

Tónlist

Glámur og Skrámur rifja upp grimm örlög súkkulaðikóngs

Menningarefni

„Spila fyrir fólk, þetta er ótrúlegt,“