Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Flestir sýna biðinni skilning

Leifsstöð
 Mynd: Anna Lilja Þórisdóttir - Ljósmynd
Margir kvarta undan því að þurfa að bíða í drjúga stund á Keflavíkurflugvelli þegar þeir koma til landsins. Vandamálið er ekki aðeins bundið við Ísland.

Það eru allir að vilja gerðir að leysa þetta eins fljótt og hægt er segir Ómar Brynjólfsson framkvæmdastjóri AVIÖR sem sér um sýnatöku og skilríkjaeftirlit á á Keflavíkurflugvelli. Hann segir flesta sýna því skilning að það taki tíma að skoða pappírana.    

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að flöskuháls myndist þegar fólk kemur úr töskusalnum og mætir þar starfsmönnum sem fara yfir vottorðin. AVIÖR er með 18 bása sem eru fullmannaðir en Ómar segir það ekki breyta miklu að bæta við fleira fólki.  48 þúsund farþegar hafa farið um Keflavíkurflugvöll undanfarna fjóra daga. Það er meiri fjöldi en fór um völlinn að meðaltali í júlí 2018, þá fóru um völlinn 36 þúsund á hverjum degi.

Miðað við það ætti flugvöllurinn að ráða við þrefalt fleiri farþega. Munurinn  núna liggur í meira eftirliti.  Ómar segir að það taki tíma að skoða skilríki og ganga úr skugga um að þau séu í lagi.  Vandamálin eru ekki sér íslensk og alþjóðasamtök flugvalla, ACI, hafa kallað eftir því að reglur séu samræmdar til að greiða betur úr flækjunni sem myndast á flugvöllum víða um heim.

 

Arnar Björnsson