Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Eldgosið kortlagt úr lofti í fyrsta sinn um skeið

19.07.2021 - 19:18
Mynd með færslu
 Mynd: Sigríður Hagalín - RÚV
Í dag eru fjórir mánuðir frá því eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli.  Vísindamenn hafi síðustu daga unnið við að mæla eðli kvikustsrókavirkni gossins og eðli og vöxt hraunsins.  

Hátt í þrjár vikur eru frá því vísindamenn hafa flogið yfir gosstöðvarnar því skyggni hefur verið lélegt úr lofti.

Gosið hefur verið nokkuð brokkgengt upp á síðkastið. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir það rífa sig upp öðru hverju og þá aukist kvikustrókavirknin ýmist með fimm til sjö mínútna millibili og upp  í tíu til fimmtán mínútna millibil á milli kvikustrókahrina.

Farið var í drónaflug yfir eldstöðvarnar um helgina til að kortleggja umfang gossins . Lögð er áhersla á að skoða breytingar í Meradölum. Þótt drónarnir séu ágætir að ýmsu leyti þá þarf að fara í þyrluflug ef ná á  heildarsýn yfir alla hraunbreiðuna. Það var gert í dag. 

Gosið á enn eftir að þykkna um tíu metra áður en það kemst út úr Meradölum. Ekkert ógnar Suðurstrandavegi því enn sem komið er.

 

Ólöf Rún Skúladóttir
Fréttastofa RÚV