Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Átta myrtir í veislu í Mexíkó

Spent bullet casings lay on the street after a gun battle between Mexican security forces and suspected cartel gunmen, in Villa Union, Mexico, Sunday, Dic. 1, 2019. Mexican security forces on Sunday killed seven more members of a presumed cartel assault force rolled into a town near the Texas border and staged an hour-long attack, officials said, bringing the death toll to at least 21. (AP Photo/Gerardo Sanchez)
 Mynd: AP
Átta voru myrtir í veislu í Mexíkó af vopnuðum hópi manna á laugardag. Árásin var gerð í Panuco héraði í Zacatecas fylki, þar sem glæpagengi hafa kljáðst um yfirráð undanfarið að sögn yfirvalda. Að minnsta kosti sex til viðbótar særðust í árásinni hefur AFP fréttastofan eftir fjölmiðlum í Mexíkó.

Angar af hinu alræmda Sinaloa-gengi fara mikinn í Zacatecas. Deildir innan gengisins hafa barist innbyrðis, og þá hefur Sinaloa átt í erjum við nýju kynslóð Jalisco um flutningsleiðir eiturlyfja til Bandaríkjanna.

Ofbeldi í tengslum við eiturlyfjagengi hefur leitt til dauða 300 þúsunda síðan í desember árið 2006. Þá lýstu stjórnvöld yfir stríði gegn skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV