Varað við gosmengun á höfuðborgarsvæðinu

18.07.2021 - 15:13
Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV
Nú mælist nokkur gosmengun á höfuðborgarsvæðinu. Það eru bæði SO2 og súlfatagnir (SO4) sem valda gosmóðunni. Gildin eru ekki svo há að almenningur eigi að halda sig innandyra en sé fólk viðkvæmt fyrir loftmengun geti það fundið fyrir einkennum á borð við sviða í hálsi og auknum astmaeinkennum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands.

Þá er ekki mælt með því að ung börn séu látin sofa úti í vagni. Gosmóðan sem nú liggur yfir borginni kemur ekki beint frá gossvæðinu en eldri gosmökkur sem hefur verið fyrir utan land berst nú að landi með vestanátt. 

Þar sem hægur vindur hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag er hætta á að móðan staldri við og því bendir náttúruvársérfræðingur fólki á að fylgjast með þróuninni á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Þar er æskilegast að fylgjast með SO2-gildum. Þá er jafnframt minnt á leiðbeiningar sem gefnar voru út í vor; Hætta á heilsutjóni vegna loftmengunar frá eldgosum. 

In English from the Icelandic Meteorological Office: 

Currently the The Environment Agency of Iceland is measuring raised values of SO2 and sulfate particle (SO4) in The Larger Reykjavík Area. These values are so not high that people are advised to stay inside, but people with sensitivity for air pollution can experience symptoms such as buring of the throat or raised asthma symptoms. People are also advised from leaving young children outside to sleep. To monitor the measured values we direct people to https://loftgaedi.is/en?zoomLevel=7&lat=64.894972&lng=-18.675028 and for further information https://ust.is/english/about-the-eai/responsibilities/air/air-pollution-...